Alþýðulýðveldið Kína 14 daga ferð til Peking, Xian, Guilin, Xiamen og Shanghai

Peking: Það er ólýsanleg upplifun að standa á Torgi hins himneska friðar og gamla keisarahöllin, sem kölluð hefur verið Forboðna borgin, er stórkostlegur minnisvarði um hið mikla keisaraveldi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Árrisulir eiga þess einnig kost að heimsækja grafhýsi Mao Tse Tung. Farin verður dagsferð á Kínamúrinn. Á bakaleiðinni er komið við í Sumarhöllinni, sem einnig er á heimsminjaskrá UNESCO. Þess verður gætt að tími gefist til að heimsækja Sikimarkaðinn, þar sem reynir á listina að „prútta“, peking-önd verða allir að smakka sem heimsækjah öfuðborgina og nauðsynlegt er að slaka á í fótanuddi að kvöldi dags eins og Kínverjar sjálfir gefa sér tíma til.

Fyrir hópa sem það kjósa, sem hluta af námi eða námslokum og/eða í viðskiptalegum tilgangi, skipuleggur IET heimsóknir í stórfyrirtæki og stofnanir i bland við skoðunarferðir, allt eftir óskum þátttakenda, jafnt í Peking sem Shanghai.

Xian:

Hægt er að velja á milli þess að fljúga eða fara með lest til þessarar fyrrum höfuðborgar Kína, en þar gefur að líta einn mikilfenglegasta fornleifafund 20. aldarinnar: „Army of Terracotta Warriors“: Þúsundir ævaforna leirhermanna og hesta, sem gættu grafhýsis fyrsta keisara Kína, 221-210 f. kr..

Guilin:

Þessi borg er af allt öðrum toga en hinar fyrri, rólegri umferð og afslappaðri á allan hátt. Að morgni er ekið niður á bátabryggju til að hefja hálfsdags siglingu til Yanshuo eftir Li ánni þar sem hinir háu og sérstöku fjallstindar skaga uppúr. Við munum einnig skoða stórkostlegar dropasteinsmyndanir í hinum litskrúðuga Reed Flute helli. Á leið okkar um sveitir landsins ber fyrir augu okkar lítil þorp, endalausir te- og hrísgrjónaakrar og hefðbundnir kínverskir bóndabæir.

Xiamen:

Amoy er annað nafn yfir borgina eða „lystigarða borgin“. Þetta er lítil borg á kínverskan mælikvarða og einstaklega þægileg og gaman að rölta þar um miðbæinn og skoða margbreytileika mannlífsins, ganga strandlengjuna eða meðfram vatninu og vinsælt er að láta sérsauma á sig jakkaföt eða aðrar flíkur á hagstæðu verði og ýmsir hafa gert góð kaup í sjóngleraugum í Xiamen.

Fyrir hópa sem óska að heimsækja fyrirtæki í Peking eða Shanghai – verður dvalið í Xiamen í 2 daga en annars í 3.

Shanghai:

Síðasti viðkomustaður ferðarinnar er oft kölluð París Asíu. Shanghai er viðskiptahöfuðborg landsins og nýtískuleg háhýsi gnæfa þar upp í tugatali. Þarna dveljum við í 2 daga. Við skoðum Oriental Pearl útvarps- og sjónvarpsturninn þaðan sem er útsýni yfir alla borgina. Í því húsi er einnig merkilegt vaxmyndasafn, sem sýnir líf og starf íbúa borgarinnar um lok 19. aldar. Við skoðum okkur um í Yu Yu garðinum, sem er Forboðna borgin í smækkaðri mynd. Við heimsækjum einnig Jade Buddha Temple – þar sem er að finna 2ja metra jade Buddha styttu, en gefum okkur einnig tíma til að kíkja í búðir.

Innifalið:

  • Flug frá Reykjavík til Peking og heim frá Shanghai
  • Allt innanlandsflug/lest frá Peking til Xian
  • skoðunarferðir með leiðsögumanni
  • Gisting á 4* eða 5* stjörnu hótelum með morgunverði og hádegisverði alla dagana
  • 2 kvöldverðir og
  • Allur aðgangseyrir og
  • íslenskur fararstjóri sem auk annars aðstoðar við undirbúning ferðarinnar, veitir m.m. upplýsingar um vegabréfsáritanir, vátryggingar og bólusetningar og annað sem að undirbúningi ferðarinnar viðkemur.

 VERÐ:

Frá 650.000 ISK á mann m.v. tvíbýli *

*90.000 kr. viðbótarkostnaður vegna einbýlis .

Lágmarksfjöldi í hóp: 20 – 25 manns

Ferðaatímabil: maí, júní, september, október

Nánari upplýsingar

í síma 518 5400

eða sendið tölvupóst til

info@icelandeuropetravel.com

Sendið okkur tölvupóst

9 + 5 =

Get some news from Iceland

Join our mailing list and get some news from the north and some great offers from us

You have Successfully Subscribed!

Pin It on Pinterest

Share This