Alþýðulýðveldið Kína

13 daga ferð til Peking, Xian, Xiamen, Shanghai – Suzhou

27.okt. – 9. nóv 2018

Peking: Það er  einstök upplifun að standa á Torgi hins himneska friðar andspænis gömlu keisarahöllinni, en Forboðna borgin er stórkostlegur minnisvarði um hið mikla keisaraveldi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Árrisulir eiga þess einnig kost að heimsækja grafhýsi Mao Tse Tung.  Farin verður dagsferð á Kínamúrinn og á leiðinni komið við í Sumarhöllinn, sem einnig er á heimsminjaskrá UNESCO.  Þess verður sérstaklega gætt að tími gefist til að heimsækja Silk Street eða silkimarkaðinn, þar sem reynir á listina að „prútta“, Peking- önd verða líka allir að njóta sem heimsækja höfuðborgina og  að slaka á og njóta fótanudds að kvöldi dags – að hætti innfæddra.

Mánudaginn 29. okt. verður fundur í Íslenska sendiráðinu í Peking þar sem a.m.k. hluti þáttaenda mun kynna vöru sína og þjónustu   – og móttaka að honum loknum.  

Xian: það verður annað hvort flogið  eða farið með hraðlest til þessara fyrrum höfuðborgar Kína, þar sem m.a. gefur  að líta einn merkasta fornleifafund 20. aldarinnar;   „The Army of Terracotta Warrions“;   þúsundir  ævafornra leirhermanna sem gættu grafhýsis fyrsta keisara Kína, 221-210 f.k.,  hesta þeirra og vagna.

Xiamen: borgin hét áður Amoy eða „borg garðanna“ sem sannanlega er réttnefni þar sem fjöldi fallegra listigarða eru meðal helstu einkenna hennar.    Frá Xiamen verður m.a. farin   þægileg dagsferð „upp í sveit“  og til   Tianluokeng, þorps  í Nanjing „sýslu“  til að skoða hringhúsin, byggingarstíl sem er einstakur á heimsvísu  og oftast kenndur við þjóðarbrotið   Hakka.

Shanghai: Síðasti viðkomustaður ferðarinnar er oft kölluð París Asíu. Shanghai er viðskiptahöfuðborg landsins og nýtýskuleg háhýsi gnæfa þar yfir í tugatali.  Við skoðum  m.a.  Oriental Pearl Tower, útvarps-og sjónvarpsturninn þaðan sem útsýni er yfir alla borgina og vaxmyndsafnið þar,  Yu Yu garðinn og Jade Buddha Temple  og/eðða  ferðumst  sem leið liggur til hinnar sögufrægu  Suzhou borgar

Ath.  Þáttakendur í ferðinni sem verða með bás  á  CIIE – „China International Import Expo“    munu  ekki eiga kost á  Shanghai og/eða  Suzhouskoðunarferðum nema að litlu leyti.  

Innifalið:

Flug frá Reykjavík til Peking og heim frá Shanghai, allt innanlandsflug/lest frá Peking til Xian, skoðunarferðir með innlendum leiðsögumanni, gisting á 4* og 5* hótelum með morgunverði og hádegisverður eða kvöldverður alla  dagana í Kína,  allur aðgangseyrir og íslenskur fararstjóri sem auk annars aðstoðar við undirbúning ferðarinnar, veitir  upplýsingar um vegabréfsáritanir, bólusetningar og annað sem að undirbúningi hennar lítur.

Lágmarksfjöldi í hóp er 20 manns. – Hámarksfjöldi 30 manns.

Nánari upplýsingar

í síma 518 5400

eða sendið tölvupóst til

info@icelandeuropetravel.com

Nánari upplýsingar

í síma 518 5400

eða sendið tölvupóst til

info@icelandeuropetravel.com

Sendið okkur tölvupóst

6 + 12 =

Get some news from Iceland

Join our mailing list and get some news from the north and some great offers from us

You have Successfully Subscribed!

Pin It on Pinterest

Share This